09.02.2023 08:15

1405. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 9. febrúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fundinn.

Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fundinn.

1. Starfsáætlanir 2023 (2022120121)

Lagðar fram starfsáætlanir sviða Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar.

Bæjarráð þakkar fyrir greinargóðar starfsáætlanir.

2. Markaðsstefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2021110284)

Lögð fram drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar 2023-2028.

3. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar.

Fylgigögn:

Fundargerð 12. fundar byggingarnefndar 2. febrúar 2023

4. Gjaldskrá 2023 - menningarmál (2022090424)

Menningar- og atvinnuráð vísaði á síðasta fundi sínum, þann 27. janúar 2023, eftirfarandi tillögu til afgreiðslu bæjarráðs:

Rekstraraðilar Duus safnahúsa og Rokksafns Íslands leggja til breytingar á samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2023 sem fela í sér að öryrkjar fái ókeypis aðgang á sýningar í Duus safnahúsum og Rokksafni Íslands.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og atvinnuráðs.

5. Umsögn um tækifærisleyfi – BRONS 230 ehf. (2023020026)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 27. janúar 2023 (2023020079)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 27. janúar 2023

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. febrúar 2023 (2023010560)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. febrúar 2023


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2023.