16.02.2023 08:15

1406. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 16. febrúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Lánasjóður sveitarfélaga – framboð í stjórn (2023020228)

Óskað eftir tilnefningu og/eða framboði í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Auglýsing eftir framboði í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

2. Umsögn um tækifærisleyfi – Reykjanesbær (2023020234)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 27. janúar 2023 (2023020242)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 27. janúar 2023

4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. febrúar 2023 (2023010343)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. febrúar 2023


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2023.