1407. fundur

23.02.2023 08:15

1407. fundur bæjarráð Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 23. febrúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbergur Reynisson, Halldór R. Guðjónsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Halldór R. Guðmundsson sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.

1. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2023 (2023020477)

Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn og kynntu húsnæðisáætlun Húsnæðis og mannvirkjastofnunar 2023.

Húsnæðisáætlunin lögð fram og vísað til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

2. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar (2022021198)

Magnús Bergmann Hallbjörnsson verkefnastjóri upplýsingaöryggis og Hrefna Gunnarsdóttir persónuverndarfulltrúi kynntu drög að upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar.

Upplýsingaöryggisstefnan lögð fram og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3. Sérstakur húsnæðisstuðningur (2022080318)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og fylgdi eftir bókun 3. máls velferðarráðs frá 15. febrúar sl.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar í fjárheimildir 2023.

4. Hestamannafélagið Máni – gatnagerð (2023020011)

Lögð fram bókun 13. máls umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. febrúar.

Bæjarráð vísar málinu til Hafþórs Birgissonar íþrótta- og tómstundafulltrúa til frekari vinnslu.

5. Byggðasafn Reykjanesbæjar - varðveisluhúsnæði (2022030093)

Lagt fram minnisblað um framtíðarlausn varðveisluhúsnæðis safna Reykjanesbæjar.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

6. Vinnuskóli Reykjanesbæjar - fjárheimildir (2023020384)

Lagt fram erindi frá Helga Arnarsyni sviðsstjóra menntasviðs og Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um fjárheimildir Vinnuskóla Reykjanesbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til Regínu F. Guðmundsdóttur fjármálastjóra til frekari vinnslu í samvinnu við forsvarsmenn Vinnuskólans. Óskað er eftir samtali um hlutverk skólans til framtíðar.

7. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Ásbrú fasteignir ehf. Grænásbraut 700 (2023020025)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

8. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Irent ehf. Grænásvegur 10 (2023020184)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar í flokki IV-B. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

9. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, Sunnubraut 34 (2022120307)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki III. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir umsóknina og heimilar opnunartíma til kl. 02:00 aðfaranótt almenns frídags.

10. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Indie Campers Iceland ehf. Fuglavík 18 (2022100372)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

11. Fundargerðir verkefnastjórnar Stapaskóla 22. desember 2022 og 7. febrúar 2023 (2019110200)

Fundargerðir lagðar fram til upplýsingar.

Bæjarráð ítrekar óskir sínar um að aðalverktaki verksins skili verkinu á umsömdum tíma. Það er bagalegt fyrir starfsemi skólans ef verkið dregst umfram umsamin verklok.

Bæjarráð samþykkir einnig að fara í útboð á þriðja áfanga Stapaskóla til að sú framkvæmd geti hafist þegar öðrum áfanga er lokið.

12. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 13. fundar byggingarnefndar 16. febrúar 2023

13. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 9. febrúar 2023 (2023010630)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

35. Fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 09022023

14. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 16. febrúar 2023 (2023010469)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 71. stjórnarfundar 16. febrúar 2023

15. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 17. febrúar 2023 (2023020242)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 56

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2023.