1409. fundur

09.03.2023 08:15

1409. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 9. mars 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Samþykkt samhljóða að teknar yrðu á dagskrá undir 12. fundarlið uppfærðar reglur um rafræna vöktun sem fara inn á heimasíðu Reykjanesbæjar.

1. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn og lagði fram þarfagreiningu vegna húsnæðis leikskólans Garðasels.

Bæjarráð vísar þarfagreiningu vegna Garðasels til byggingarnefndar til frekari skoðunar.

Tekið fyrir erindi um gerð rammasamningsinnkaupa vegna verkframkvæmda við Myllubakka- og Holtaskóla.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði rammasamningur um kaup á þjónustu iðnmeistara og kaup á byggingavörum.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggingarnefndar.

Fylgigögn:

Fundargerð 15. fundar byggingarnefndar 2. mars 2023
Fundargerð 16. fundar byggingarnefndar 6. mars 2023

2. Eignasjóður Reykjanesbæjar (2023030163)

Lagt fram minnisblað um stofnun stjórnar eignasjóðs Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til forsetanefndar.

3. Vinabæjarsamskipti - 100 ára afmæli Kerava (2023030085)

Lagt fram bréf frá Kerava, Finnlandi.

4. Digital twins - námsstefna 12.-13. apríl 2023 (2023030116)

Lagt fram til kynningar boð á námsstefnu í Álasundi, Noregi.

Bæjarráð vísar málinu til Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjórar til frekari skoðunar.

5. Útlendingur ehf. - beiðni um veðleyfi (2023030119)

Tekið fyrir erindi um að veita tímabundið veðleyfi á 2. veðrétt.

Um er að ræða tímabundna beiðni um færslu veðréttar á fasteign Útlendings ehf. að Víkingabraut 1. Eftir þinglýsingu á nýju tryggingarbréfi frá Landsbankanum og afléttingu tryggingarbréfs á fyrsta veðrétti verður veðstaða sveitarfélagsins á 2. veðrétti um 100 millj.kr. hagstæðari en fyrir breytingu.

Bæjarráð samþykkir 4-0, Margrét A. Sanders situr hjá.

6. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Bragð Biti ehf. Hafnargata 18 (2022110070)

Málinu frestað, vísað til endurskoðunar byggingarfulltrúa.

7. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Langbest ehf. Aðalgata 60 (2023020610)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki A veitingahús. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

8. Aðalfundur Bláa lónsins hf. 17. mars 2023 (2023030132)

Aðalfundarboð lagt fram.

9. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 22. febrúar 2023 (2023020242)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 57

10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. febrúar 2023 (2023010560)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 919

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál

Með því að smella hér opnast frumvarpið

Umsagnarmál lagt fram.

12. Almennar reglur Reykjanesbæjar um rafræna vöktun (2021020091)

Lagðar fram uppfærðar reglur þar sem vísað er í nýja reglugerð frá Persónuvernd.

Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2023.