16.03.2023 08:15

1410. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 16. mars 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.

1. Stapaskóli III áfangi – hönnunargögn til útboðs (2023030282)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessu máli. Óskað er eftir heimild til að auglýsa útboð vegna 3. áfanga Stapaskóla.

Bæjarráð samþykkir 4-0 að heimila að auglýst verði útboð á 3. áfanga Stapaskóla, Margrét A. Sanders (D) situr hjá.

Fylgigögn:

GRUNNMYND, 1.H
GRUNNMYND, 2.H
Leikskóli Stapaskól III

2. Leikskólinn Drekadal – niðurstaða opnunar útboðs (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessu máli.

Lagt fram tilboð sem barst í hönnun og byggingu leikskólans Drekadal sem var yfir kostnaðaráætlun.

Málinu frestað.

3. Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 – drög (2023030254)

Drög að ársreikningi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2022 lögð fram ásamt bókun stjórnar SSS þar sem óskað er eftir staðfestingu á greiðslu aðildarsveitarfélaga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á skuld við SSS sem verði greidd upp á tveimur árum. Hlutur Reykjanesbæjar er kr. 36.845.538.

Bæjarráð staðfestir greiðslu á sínum hluta sem skiptist á tvö ár, samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Drög að ársreikningi SSS og bókun stjórnar SSS vegna halla Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

4. Betri vinnutími (2022110152)

Lagðar fram niðurstöður könnunar sem gerð var hjá starfsfólki Reykjanesbæjar um styttingu vinnuvikunnar, áhrif og upplifun.

5. Erindi frá íbúum við Efstaleiti (2023030266)

Lögð fram erindi frá íbúum við Efstaleiti.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

6. Lux club – kvörtun vegna ónæðis (2022050745)

Lagt fram erindi frá íbúum.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

7. Rakaskemmdir í stofnunum – fundargerð byggingarnefndar 9. mars 2023 (2022100267)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 17. fundar byggingarnefndar 9. mars 2023

8. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 8. desember 2022 (2022050327)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

2022.12.08 Fundur stjórnar RGP nr. 67

9. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs 19. janúar og 10. febrúar 2023 (2023030200)

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

2023.01.19 Fundur stjórnar RGP nr. 68
2023.02.10 Fundur stjórnar RGP nr. 69

10. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 8. mars 2023 (2023020531)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur_66_08032023

11. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. mars 2023 (2023010343)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

787. fundur_08032023

12. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 10. mars 2023 (2023020079)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

92. Heklan fundargerð 10032023

13. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið
b. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
c. Frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið
d. Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið
e. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan

Umsagnarmál lögð fram.

14. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2023.