1412. fundur

30.03.2023 08:15

1412. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 30. mars 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbergur Reynisson , Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.

1. Skólavegur 1 (2023030581)

Lagt fram erindi um að kanna framtíðarnotkun Skólavegar 1 sem leikskólahúsnæði.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs

2. Ný rammasamningsútboð (2022120230)

Kristinn Þ. Jakobsson innkaupastjóri og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sátu fundinn undir þessu máli.

Lagt fram minnisblað þess efnis að sveitarfélagið Reykjanesbær segi sig frá rammasamningum RK 12.01 til RK 12.11 Byggingarvörur og RK 14.26 Umhverfis-, skipulags- og byggingamál.

Bæjarráð samþykkir að Reykjanesbær segi sig frá umræddum rammasamningum.

3. Fundargerð vetrarfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. mars 2023 (2023030493)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð vetrarfundar SSS 2023

4. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 24. mars 2023 (2023030200)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

70. fundur Reykjanes jarðvangs ses. 24.03.2023

5. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – útibú Ring ehf. Bolafæti 13 (2023010403)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

6. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til breytingar á lögum.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2023.