1413. fundur

05.04.2023 08:15

1413. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 5. apríl 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldór R. Guðjónsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Halldór R. Guðjónsson sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.

1. Leikskólinn í Drekadal (2022100203)

Lagt fram minnisblað vegna tilboðs Hrafnshóls vegna leikskólans Drekadal.

Málinu frestað. Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.

2. Seylubraut 1 (2022120353)

Lagt fram kauptilboð frá Bílapunktinum kt. 601216-1080 í Seylubraut 1 í Innri Njarðvík.

Málinu frestað. Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.

3. Reykjanesfólkvangur (2023040006)

Bæjarráð tilnefnir í stjórn Reykjanesfólkvangs Sverri B. Magnússon sem aðalmann og Þórdísi Ósk Helgadóttur sem varamann. Samþykkt 5-0.

4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Bragð Biti ehf. Hafnargata 18 (2022110070)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II-G íbúðir. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

5. Umsögn um tækifærisleyfi – LUX club ehf./Jón Óskar Hauksson (2023030724)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi.
Halldór R. Guðjónsson og Sverrir Bergmann Magnússon lýstu sig vanhæfa og véku af fundi.

Bókun bæjarráðs:

Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að LUX, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ, verði veitt tímabundið áfengisleyfi. Vegna sögu eftirlitsaðila viðburðar, samkvæmt umsögn, telur bæjarráð það ámælisvert að veita tækifærisleyfi til viðkomandi. Bæta þarf eftirlit við viðburði staðarins, endurbæta húsnæði og umhverfi og ekki síst gæta betur að aldurstakmarki gesta. Sífelldar kvartanir nágranna vegna umgengni og hávaða síðustu mánuði bæta ekki málsvörn viðkomandi eftirlitsaðila.

Bæjarráð leggst því alfarið gegn því að þetta tækifærisleyfi verði veitt.

Friðjón Einarsson (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).

6. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

a. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
c. Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.