- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og fóru yfir drög að ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2022.
Bæjarráð vísar ársreikningi í endurskoðun og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir fór af fundi kl. 9:00.
Bæjarráð samþykkir 4-0 að ganga til samninga við Hrafnshól um kaup á leikskóla i Drekadal, áætluð afhending leikskólans er 1. apríl 2024.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að ganga frá samningnum.
Margrét A. Sanders óskar eftir heildarkostnaðaráætlun við verkið.
Margrét Þórarinsdóttir tekur undir með Margréti A. Sanders að óska eftir heildarkostnaðaráætlun.
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn.
Íshjól ehf. óskar eftir framlengingu á leigusamningi Njarðvíkurbrautar 51-66.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirbúa samning við Íshjól miðað við athugasemdir sem lagðar voru fram á fundinum. Samningurinn verður lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Lögð fram til kynningar drög að umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvítbók í málefnum sveitarfélaga.
Lagt fram fundarboð um aukaaðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 2023.
Fylgigögn:
Dagskrá aukaaðalfundar 2023
Fundargögn vegna aukaaðalfundar kynning starfsnefndar apríl 2023
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 921
Bæjarráð tilnefnir Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúa sem aðalmann og Unnar Stein Bjarndal bæjarlögmann sem varamann í stjórn landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.