1415. fundur

19.04.2023 08:15

1415. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 19. apríl 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðað forföll, Bjarni Páll Tryggvason sat fyrir hana.

1. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar 2023 (2023040237)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn.

Lagt fram til kynningar áherslur í starfi stjórnenda hjá Reykjanesbæ og mannauðsstefna Reykjanesbæjar.

Bæjarráð vísar mannauðsstefnu Reykjanesbæjar til umsagna nefnda og ráða.

2. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Fundargerðir byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 19. fundar byggingarnefndar 30. mars 2023
Fundargerð 20. fundar byggingarnefndar 13. apríl 2023

3. Seylubraut 1 (2022120353)

Lögð fram kauptilboð í Seylubraut 1.

Fyrir hönd Tjarnargötu 12 ehf. og bæjarráðs er öllum tilboðunum sem hafa borist í Seylubraut 1 hafnað.

4. Paddy's Hafnargötu 38 - kvartanir vegna ónæðis (2022050185)

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

5. Minnisblað til bæjarráðs (2023040228)

Lagt fram til upplýsinga.

6. Umsögn um tækifærisleyfi - Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2023040242)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 24. mars og 4. apríl 2023 (2023020242)

Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 59
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 60

8. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 11.apríl 2023 (2023010355)

Fundargerð stjórar Kölku lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Kölku 546. fundur

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. apríl 2023 (2023010343)

Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

788. fundur stjórnar Sambands sveitafélaga á Suðurnesjum

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. maí 2023.