1416. fundur

27.04.2023 08:15

1416. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 27. apríl 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bermann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bermann Magnússon sat fyrir hana.

Samþykkt samhljóða að tekið yrði á dagskrá Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja, sett inn sem 15. mál.

1. Samgöngustefna Reykjanesbæjar (2023040373)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessu máli.

Lagt fram erindi um almenningssamgöngur.

2. Vetrarþjónusta í Reykjanesbæ (2023040384)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessu máli.

Lagt fram erindi um vetrarþjónustu í Reykjanesbæ.

3. Færanlegar skólastofur (2022100267)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessu máli. Óskað er eftir heimild til að panta lausar einingar fyrir skólastofur.

Bæjarráð samþykkir að veita Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs umbeðna heimild og vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar - lausar stofur

4. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2022 (2023040104)

Lögð fram drög að ársreikningi Reykjanesbæjar 2022.

5. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ (2022050239)

Lagðar fram til kynningar skýrslur starfshópum uppbyggingu íþróttmannvirkja og svæða 2023-2030.

Fylgigögn:

Skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða RNB 2023-2030

6. Endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ (2022010206)

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Skýrsla rekstrarnefndar 2022 - 2023

7. Reglugerð um hundahald á Suðurnesjum - beiðni um endurskoðun (2023040380)

Lagt fram, erindið er í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

8. Aðalfundur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 18. apríl 2023 (2023040389)

Ársreikningur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 2022 lagður fram til kynningar.

9. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 16. maí 2023 (2023040377)

Lagt fram boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurnesja, fulltrúi Reykjanesbæjar er Sigurjón Gauti Friðriksson.

10. Umsögn vegna starfsleyfis – SIVOLA Iceland ehf. Grænásbraut 1215 (2023040160)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

11. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. mars, 5. og 17. apríl 2023 (2023010560)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 922
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 923
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 924

12. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 14. apríl 2023 (2023030200)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

71. fundur stjórnar RGP

13. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

Tillögur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Með því að smella hér þá opnast frétt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Umsagnarmál lagt fram.

14. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til breytingar á lögum.

Umsagnarmál lagt fram.

15. Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja (2023040489)

Lagt fram boð á ársfund Þekkingarseturs Suðurnesja. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að senda fulltrúa á fundinn.

Fylgigögn:

Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja 2023

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. maí 2023.