- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
Lögð fram drög að ársreikningi Reykjanesbæjar 2022.
Lagðar fram ársskýrslur þjónustu- og menningarsviðs og Reykjaneshafnar.
Samþykkt 5-0 að bæjarráð verði stýrihópur og felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.
Bæjarráð þakkar góða samantekt og vísar erindinu til fjárfestingar- og fjárhagsáætlunar 2024.
Lögð fram skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða 2023-2030.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að skipa starfshóp sem er falið að koma með tillögur til bæjarráðs um úrvinnslu þeirra tillagna sem nýlega voru kynntar fyrir bæjarstjórn.
Starfshópinn skipa: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Margrét A. Sanders (D), Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lagt fram.
Lagt fram boð um kynnisferð á þróunarreit rafeldsneytisvinnslu Everfuel í Fredericia Danmörku.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samvinnu við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur forseta bæjarstjórnar.
Lagt fram minnisblað frá Menntaneti Suðurnesja um rekstur Fab Lab á Suðurnesjum.
Bæjarráð samþykkir verkefnið og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Lagt fram fundarboð Samtaka orkusveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
36. Fundur Svæðisskipulags Suðurnesja_30032023
Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfelaga 2023
a. Frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til laga.
b. Frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpi til laga.
c. Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpi til laga.
d. Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpi til laga.
e. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál.
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2023.