1419. fundur

17.05.2023 00:00

1419. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á Tjarnargötu 12 þann 17. maí 2023, kl. 08:15


Viðstaddir:

Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti að eftirfarandi máli yrði bætt á dagskrá: Selás 20 – erindi frá umboðsmanni alþingis (2019090080). Fjallað er um málið í lið 14.

1. Greiningarvinna á menningarhúsum (2022110463)

Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs, Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Tómas Viktor Young framkvæmdastjóri Hljómahallar mæta á fundinn. Skýrsla Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur hönnuðar og deildarstjóra nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur yfirfarin.

2. Ólympíukeppni í líffræði - umsókn um styrk vegna þátttöku (2023040337)

Lögð fram umsókn frá IBO-nefnd Samlífs, samtökum líffræðikennara um styrk vegna þátttöku Sunnevu Eldbjargar Sigtryggsdóttur í alþjóðlegri ólympíukeppni framhaldsskólanema í líffræði.

Bæjarráð óskar Sunnevu innilega til hamingju, samþykkir eftirfarandi umsókn og felur formanni bæjarráðs að ganga frá samkomulagi.

Fylgigögn:

Umsókn um styrk vegna þáttöku í Ólympíukeppni í líffræði

3. Samningur um biðskýli strætó og ljósaskilti (2023050081)

Farið yfir svör við spurningum frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Erindisbréf bæjarráðs – drög til umsagnar (2023050182)

Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að uppfærðu erindisbréfi bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar því til forsetanefndar.

5. Erindisbréf stjórnar Eignasjóðs – drög til umsagnar (2023050182)

Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að erindisbréfi Eignasjóðs.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar því til forsetanefndar.

6. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - almennt eftirlit 2023 (2023050294)

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem sent er til allra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Bréf frá Eftirlitsnefnd

7. Leikskólamál (2022100267)

Umræður um leikskóla í Reykjanesbæ.

8. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 16. mars, 13. apríl og 11. maí 2023 (2023010469)

Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 72. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja 16. mars 2023

Fundargerð 73. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja 13. apríl 2023 

Fundargerð 74. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja 11. maí 2023

9. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 10. maí 2023 (2023010355)

Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 547. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 10. maí 2023

10. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 11. maí 2023 (2023020242)

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 11. maí 2023

11. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Gallerí fasteignir ehf., Faxabraut 55 (2022070319)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar í flokki II-G. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

12. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Sæland ehf. Sunnubraut 16 (2022090281)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

13. Umsögn vegna rekstrarleyfis – N31B ehf. Djúpavogi 5 (2022090024)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

14. Selás 20 – erindi frá umboðsmanni alþingis (2019090080)

Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2023.