1420. fundur

25.05.2023 08:15

1420. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 25. maí 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Birgir Ö. Birgisson frá Consensa kom inn í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Greiningarvinna á menningarhúsum (2022110463)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mættu á fundinn.

Skýrsla Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur hönnuðar og deildarstjóra nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur yfirfarin.

2. Stofnun grunnskóla í Reykjanesbæ (2023050489)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn.

Lagt fram bréf frá Framsýn menntun ehf.

Bæjarráð óskar eftir nánari kynningu fyrir bæjarstjórn og fræðsluráð.

3. Gagnvirkt innkaupakerfi (2022100267)

Birgir Ö. Birgisson frá Consensa, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Kristinn Jakobsson innkaupastjóri mættu á fundinn.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi um gagnvirkt innkaupakerfi (aðferðafræði) og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Skipulag skógræktar (2023050164)

Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála og Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.

Almennar umræður um framtíðarsýn skógræktar á landi sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

Betra Ísland og grænna - erindi til allra sveitarfélaga maí 2023
Skipulag skógræktar

5. Ársreikningur – greining á launum og launatengdum gjöldum (2023040104)

Ársreikningur sveitarfélagsins er gerður samkvæmt lögum um ársreikninga sveitarfélaga og því mun sveitarfélagið fylgja þeim reglum áfram. Á innri vef Reykjanesbæjar hafa sveitarstjórnarfulltrúar aðgang að þessum upplýsingum.

Fylgigögn:

Bókun Umbótar vegna ársreiknings Reykjanesbæjar 2022

6. Kjarasamningar 2023 – verkfallsboðun (2022120246)

Lögð fram tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja um verkföll.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir málið.

Fylgigögn:

Verkfallsboðun STFS

7. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Keflavik Micro Suites ehf. Hafnargata 65 (2023040243)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II-B. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

8. Fundargerð aðalfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 18. apríl 2023 (2023040389)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Aðalfundar Kölku nr. 45  fundargerð

9. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 4. maí 2023 (2023010630)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

37. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja

10. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 16. maí 2023 (2023020242)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 64

11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. maí 2023 (2023010560)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 926

12. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli
Með því að smella hér opnast drög að reglugerð.

Umsagnarmál lagt fram.

13. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

Frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til breytingar á lögum.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2023.