1421. fundur

01.06.2023 08:15

1421. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 1. júní 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Hækkun þingfarakaups og fjallað er um málið í fundarlið nr. 10.

1. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

2. Fab Lab á Suðurnesjum (2023050071)

Lagður fram samstarfssamningur og samstarfsyfirlýsing um rekstur stafrænnar smiðju, Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samninginn. Reykjanesbær greiðir fyrir rekstur þess húsnæðis sem FS leggur Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ til, en það felur í sér húsaleigu, net- og samskiptakostnað, vatn og hita, sorphirðu, rafmagn, þrif og öryggismál skv. sérstökum reikningi frá FS. Skal miða við hlutdeild í þeim kostnaði sem FS ber af þessu húsnæði.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn og samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Reykjanesbæjar.

3. Brynja leigufélag ses. – stofnframlag (2022050057)

Bæjarráð samþykkir að veita 12% stofnframlag vegna verkefnis Brynju leigufélags ses. um byggingu á 7 íbúðum.
Stofnvirðið er 335.101.600 kr. og er stofnframlag sveitarfélags því 40.212.192 kr.

4. Hjallastefnan - afsláttur í sund og strætó fyrir starfsfólk leikskóla (2023050318)

Lagt fram erindi frá Hjallastefnunni.

Bæjarráð hafnar erindinu. Engir íbúar fá ókeypis í strætó, árskort í strætó er kr. 5.000 fyrir fullorðna sem er niðurgreitt. Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarin ár fengið sundkort í jólagjöf frá sveitarfélaginu, börn 10 – 18 ára búsett í Reykjanesbæ fá fría árs áfyllingu gegn framvísun á útgefnu aðgangskorti, frír aðgangur fyrir börn yngri en 10 ára.

5. Samgöngur milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja (2023050553)

Lögð fram ályktun frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð tekur undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Fylgigögn:

SSH-SSS-samgöngur 12-05-2023

6. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Malgorzata Mordon Szacon, Hraunsvegur 8 (2023030004)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

7. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar frá 25. maí 2023.

Fylgigögn:

Fundargerð 23. fundar byggingarnefndar 25. maí 2023

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. maí 2023 (2023010343)

Lögð fram til kynningar fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

789. fundur 16052023

9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 25. maí 2023 (2023010659)

Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

301. fundur HES 25. maí 2023

10. Hækkun þingfararkaups (2023060008)

Samkvæmt samningum ættu laun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar að hækka í samræmi við þingfararkaup í júlí nk. Launin eru hlutfall af launum þingmanna og eru hlutastörf.

Bæjarráðsfulltrúar samþykkja samhljóða að falla frá fyrirhuguðum launahækkunum samfara hækkun þingfararkaups.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2023.