1423. fundur

15.06.2023 08:15

1423. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 15. júní 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stefnumótun Reykjanes Geopark (2023060175)

Lögð fram stefnumótun og aðgerðaáætlun Reykjanes Geopark.

2. Greiningarvinna á menningarhúsum (2022110463)

Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna verkefnahóp. Í hópinn eru skipuð Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður bókasafns og frá meirihlutanum Friðjón Einarsson. Hlutverk hópsins er að vinna að hönnun og kostnaðarmati vegna mögulegs flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar. Verkefninu skal lokið fyrir 1. ágúst 2023. Formanni bæjarráðs falið að kalla hópinn saman.

Óskað er eftir tilnefningu frá minnihluta í starfshópinn.

3. Förum alla leið – samþætt þjónusta í heimahúsum (2023030494)

Lagt fram erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um samstarf við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Þróunarreitur rafeldsneytisvinnslu – kynnisferð (2021070366)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir punkta frá kynnisferð um vetnisframleiðslu sem farin var til Fredericia á Jótlandi.

5. Aðalfundur Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna - ályktun (2023060224)

Lögð fram yfirlýsing Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna.

Fylgigögn:

Ályktun SFA um stöðu almenningsbókasafna á Íslandi í dag.

6. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Yolo Campers ehf. Flugvallarbraut 734b (2023050472)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

7. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Go Campers ehf. Fuglavík 43 (2023050565)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

8. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Gcr ehf. Fuglavík 43 (2023050623)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

9. Umsögn um tækifærisleyfi - Í holtinu heima (2023060172)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Stefán Velemir, Vallargata 13 (2022080158)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

11. Húsnæði Myllubakkaskóla – fundargerð verkefnastjórnar 2. júní 2023 (2021050174)

Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar.

12. Vatnsnesvegur 8 – fundargerð verkefnastjórnar 7. júní 2023 (2020030181)

Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar.

13. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 23. maí 2023 (2023010343)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

790. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

14. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. maí og 2. júní 2023 (2023010560)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Sambands íslenskar sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 927
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 928

15. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 12. maí 2023 (2023010630)

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

38. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 12 maí 2023

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2023.