1424. fundur

22.06.2023 08:15

1424. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 22. júní 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2023 (2022090478)

Lögð fram greining á áætluðum kostnaði Vinnuskóla Reykjanesbæjar fyrir rekstrarárið 2023 kr. 153.747.538. Fjárhagsáætlun Vinnuskólans 2023 er kr. 64.006.700.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.

2. Endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ (2022010206)

Lagt fram minnisblað með tillögum um breytingar á rekstrarsamningum, gerð nýrra samninga og styrkja, samtals kr. 30.000.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.

Bæjarráð felur Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá erindisbréfi fyrir fjármálastjóra Keflavíkur og UMFN í samráði við aðalstjórn félaganna.

3. Beiðni um nýtt stöðugildi Eignasjóðs (2023060338)

Óskað er eftir nýju stöðugildi fyrir Eignasjóð sem hafi eftirlit með fasteignum leikskóla sveitarfélagsins.

Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs falið að vinna áfram í málinu.

4. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggingarnefndar frá 8. og 15. júní 2023.

Fylgigögn:

Fundargerð 24. fundar byggingarnefndar 8. júní 2023
Fundargerð 25. fundar byggingarnefndar 15. júní 2023

5. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 25. apríl og 23. maí 2023 (2023060287)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs.

Fylgigögn:

Fundargerð 25. apríl 2023
Fundargerð 23. maí 2023

6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. júní 2023 (2023010355)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku.

Fylgigögn:

Fundargerð nr. 548

7. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 9. og 15. júní 2023 (2023010560)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 929
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 930

8. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 8. júní 2023 (2023010630)

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

39. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 08062023

9. Eitt trúnaðarmál tekið fyrir (2023070057)

Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.