- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Lögð fram greining á áætluðum kostnaði Vinnuskóla Reykjanesbæjar fyrir rekstrarárið 2023 kr. 153.747.538. Fjárhagsáætlun Vinnuskólans 2023 er kr. 64.006.700.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.
Lagt fram minnisblað með tillögum um breytingar á rekstrarsamningum, gerð nýrra samninga og styrkja, samtals kr. 30.000.000.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.
Bæjarráð felur Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá erindisbréfi fyrir fjármálastjóra Keflavíkur og UMFN í samráði við aðalstjórn félaganna.
Óskað er eftir nýju stöðugildi fyrir Eignasjóð sem hafi eftirlit með fasteignum leikskóla sveitarfélagsins.
Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs falið að vinna áfram í málinu.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggingarnefndar frá 8. og 15. júní 2023.
Fylgigögn:
Fundargerð 24. fundar byggingarnefndar 8. júní 2023
Fundargerð 25. fundar byggingarnefndar 15. júní 2023
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs.
Fylgigögn:
Fundargerð 25. apríl 2023
Fundargerð 23. maí 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku.
Fylgigögn:
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 929
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 930
Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
39. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 08062023
Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.