1425. fundur

29.06.2023 08:15

1425. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 29. júní 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekin yrði á dagskrá Greiningarvinna á menningarhúsum og fjallað er um málið í fundarlið nr. 7.

1. Umsókn um styrk til fræðistarfa (2023060430)

Lögð fram umsókn um styrk að upphæð kr. 300.000.

Bæjarráð hafnar umsókninni.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 23. júní 2023 (2023010014)

Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. Eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 23. júní voru tekin fyrir til sérstakrar samþykktar:

Þriðja mál fundargerðarinnar Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056). Afgreiðslu frestað.
Fjórða mál fundargerðarinnar Dalshverfi III - ósk um fjölgun íbúða (2019050472) samþykkt 5-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Kirkjuvegur 37 - stækkun (2023050442) samþykkt 5-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Lyngmói 4 - stækkun á bílastæði (2022070274) samþykkt 5-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Efstaleiti 41 (2023030217) samþykkt 5-0 án umræðu.

Margrét Þórarinsdóttir (U) lagði fram eftirfarandi bókanir:

Mál 2. Leikvellir og opin svæði í Reykjanesbæ.

„Umbót þakkar Margréti L. Magnúsdóttir verkefnastjóra skipulagsfulltrúa fyrir stöðumatið. Þegar er búið að hagræða og endurskipuleggja leikskóla bæjarins til að koma sem flestum börnum í vistun á komandi vetri og ljóst er að Reykjanesbær nær ekki að veita öllum 18 mánaða börnum leikskólapláss. Dagforeldrar eru einn af mikilvægustu hlekkjum í að brúa bilið og Umbót kemur því aftur með bókun um að nýta leikvelli Reykjanesbæjar sem allir eru komnir úr notkun fyrir dagforeldra. Leikvellir henta mjög vel til þess. Koma þarf fyrir forsniðnum einingum eins og eru við flesta skóla bæjarins á leikvöllum sem eru ekki nýttir fyrir verðandi dagforelda sem geta ekki boðið upp á gæslu í heimahúsi.“

Mál 5. Hleðslustöð við Fitjar – ósk um lóð.

„Umbót tekur undir að það þurfi að styðja við orkuskipti. Umbót vill árétta að útboð þarf að fara fram á þessum reit til að öllum sé gefinn kostur á að leggja fram tilboð í reitinn og jafnræðis skal gætt.“

Mál 6. Fitjabraut 3.

„Umbót vill árétta að ávallt þarf að gæta jafnræðis, hlutlægni og tryggja að allir sitji við sama borð. Ljóst þykir að breytingar hafa átt sér stað á lóðarmörkum á einni lóð í andstöðu við vilja Reykjaneshafnar sem er lóðareigandi og án samráðs. Hver heimilaði þá breytingu? Umbót óskar eftir skriflegu svari. Ekki er annað séð en að þarna sé um sambærilegt mál að ræða og ættu því að fá sambærilega meðferð þegar fyrirtæki eru að óska eftir lóðabreytingum.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 318. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 23. júní 2023

3. Fundargerð velferðarráðs 21. júní 2023 (2023010015)

Lögð fram fundargerð velferðarráðs.

Fundargerðin samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 422. fundar velferðarráðs 21. júní 2023

4. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 27. júní 2023 (2023010012)

Lögð fram fundargerð menningar- og þjónusturáðs.

Tíunda mál fundargerðarinnar frá 27. júní var tekið fyrir til sérstakrar umræðu.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 45. fundar menningar- og þjónusturáðs 27. júní 2023

5. Umsögn um tækifærisleyfi – Fjörheimar (2023060395)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Umsögn vegna breytinga á rekstrarleyfi – Brons 230 ehf. (2023050349)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um breytingu á opnunartíma í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt umsögnum sem liggja fyrir.

7. Greiningarvinna á menningarhúsum (2022110463)

Eftir var að skipa í verkefnahóp frá minnihluta. Skipuð var Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10.