- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Díana Hilmarsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Egill Lúðvíksson forstjóri Heimstaden og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mættu á fundinn.
Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs falið að vinna áfram í málinu.
Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.
Bæjarráð staðfestir bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júlí 2023.
Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035.
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn. Undirbúningur fyrir vinnu vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir framlagt fjárhagsáætlunarferli og tímalínu.
Frestað.
Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
Lagt fram bréf frá ADHD samtökunum um samstarf við Reykjanesbæ um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu í formi námskeiðahalds fyrir starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi samtakanna á svæðinu.
Bæjarráð hafnar erindinu. Sveitarfélagið er nú þegar í samvinnu við samtökin í gegnum Velferðarnet Suðurnesja.
Fylgigögn:
Reykjanesbær - styrkumsókn 2023
Lögð fram beiðni um styrk til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2023 til að reka ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur kr. 250.000.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Fylgigögn:
Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2023
Lagt fram fundarboð stjórnar Bláa Lónsins. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs Friðjóni Einarssyni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar frá 27. júlí 2023. Einnig lagðar fram niðurstöður útboða vegna Myllubakkaskóla.
Bæjaráð samþykkir fundargerðina 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 27. fundar byggingarnefndar 27. júlí 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar og verkefnastjórnar nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda samkvæmt tillögu byggingarnefndar nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.
Frestað.
Grænbók um skipulagsmál
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.