1430. fundur

17.08.2023 08:15

1430. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 þann 17. ágúst 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekin yrðu á dagskrá tvö mál, Íþróttakennsla fyrir 7.-10. bekk í Holtaskóla skólaárið 2023-2024, fjallað er um málið í fundarlið nr. 9 og Lóðamál Dalshverfi III, fjallað er um málið í fundarlið nr. 10.

1. Árshlutauppgjör - 6 mánaða uppgjör (2023080243)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn. Kynntu þau drög að árshlutareikningi Reykjanesbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2023.

2. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds sátu fundinn undir þessu máli. Lögð fram gögn um þróun fasteignamats og samanburð álagningarhlutfalla.

Margrét A. Sanders (D) lagði fram bókun:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að lóðarleiga Reykjanesbæjar til einstaklinga verði 1,5% af lóðarmati til framtíðar í stað 2% með 25% afslætti. Þessi breyting ætti ekki að hafa áhrif á lóðarleigu Reykjanesbæjar en væru skýr skilaboð til annarra aðila sem leigja lóðir í Reykjanesbæ til einstaklinga þ.e. íslenska ríkið og lóðareigendur enda eru afslættir ekki hjá þessum aðilum.“

Margrét Sanders bæjarfulltrúi.

3. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessu máli. Kynnt var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035, miðsvæði M9 Vatnsnes, sem lögð var fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 23. júní 2023.

Bæjarráð samþykkir breytinguna 4-0, Margrét A. Sanders (D) situr hjá.

Fylgigögn:

Aðalskipulag JeEs arkitektar

4. Nýbyggingar og stórar viðhaldsframkvæmdir - drög að verklagsreglu (2023080045)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri lagði fram drög að verklagsreglu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5. Stefnumörkun fyrir Nesvelli (2023070388)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti stefnumörkun fyrir Nesvelli. Kjartani Má Kjartanssyni falið að leggja fram minnisblað um málið á næsta fundi bæjarráðs.

6. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Malgorzata Mordon Szacon, Hraunsvegur 8 (2023030004)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II – C minna gistiheimili. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

7. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu - DeStefano Bílar ehf. Hafnargötu 58 (2023070357)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 9. ágúst 2023 (2023010343)

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 791. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

9. Íþróttakennsla fyrir 7.-10. bekk í Holtaskóla skólaárið 2023-24 (2023080246)

Lagt fyrir erindi um leigu á sal í Sporthúsinu fyrir íþróttakennslu nemenda Holtaskóla sem verða í námi í Keili skólaárið 2023-2024. Áætlaður raunkostnaður vegna leigunnar er um kr. 4.000.000 vegna skólaársins 2023-2024.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.

Fylgigögn:

Íþróttakennsla fyrir 7.-10. bekk í Holtaskóla - erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar
Rökstuðningur fyrir leigu - Sporthúsið

10. Lóðamál Dalshverfi III (2023080307)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um kaup Reykjanesbæjar á hluta af landspildu á kr. 30 milljónir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita sölugögn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2023.