1431. fundur

24.08.2023 08:15

1431. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 24. ágúst 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar 2023 (2023040237)

Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri mætti á fundinn. Lögð fram drög að mannauðsstefnu Reykjanesbæjar þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga og umsagna nefnda og ráða.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög. Mannauðsstefnu Reykjanesbæjar vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 5. september 2023.

2. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað með tillögu að ramma fjárheimilda 2024.

3. Mannauðsmál á velferðarsviði (2023080369)

Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir heimild til að ráða í eitt stöðugildi félagsráðgjafa í ráðgjafar- og virkniteymi velferðarsviðs.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Jerzy Bogdan Jaholkowski, Hafnargata 76 (2023060302)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II – C minna gistiheimili. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

5. Umsögn um tækifærisleyfi - Fagriblakur frá Keflavík ehf. (2023080375)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Umsögn um tækifærisleyfi - Ísflix ehf. (2023080401)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Ekki hefur verið veitt umsögn um málið. Bæjarráð hafnar erindinu.

7. Tækifærisleyfi - Kristján Pétur Ásmundsson f.h. Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2023080405)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

a. Hvítbók um húsnæðismál
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
b. Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2023.