1432. fundur

31.08.2023 00:00

1432. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. ágúst 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét A. Sanders. Valgerður Björk Pálsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Fitjabraut 3 - lóðarstækkun (2023060233). Fjallað verður um málið í dagskrárlið 10.

1. Seylubraut 1 - viljayfirlýsing (2022120353)

Lögð fram viljayfirlýsing Reykjanesbæjar og QN55 ehf. um möguleg skipti á Ramma annars vegar og fyrrum hersjúkrahúsi Varnarliðsins #710 hins vegar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna og vinna áfram í málinu.

2. Skólavegur 1 (2023030581)

Lagt fram erindi frá stýrihópi uppbyggingar leik- og grunnskóla Reykjanesbæjar. Óskað er eftir fjárveitingu til að hefja framkvæmdir á Skólavegi 1 til að þar megi opna leikskóla. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 60.000.000.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar.

Margrét A. Sanders situr hjá (D).

Fylgiskjöl:

Erindi til bæjarráðs frá stýrihópi uppbyggingar leik- og grunnskóla Reykjanesbæjar

3. Staðgengill bæjarstjóra (2023080580)

Lagt fram minnisblað vegna launa kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir minnisblaðið.

4. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað með tillögu að ramma fjárheimilda 2024.

Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma árið 2024 samhljóða, Margrét A. Sanders Sjálfstæðisflokki setur fyrirvara um forsendur.

5. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja 2022 (2023080528)

Ársreikningur lagður fram til kynningar.

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 24. ágúst 2023 (2023010659)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 24. ágúst 2023

7. Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 6. október 2023 (2023080509)

Lagt fram aðalfundarboð frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

8. Umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi – Brons 230 ehf. Sólvallagötu 2 (2023080407)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um breytingu á gildandi leyfi til veitingareksturs í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu.

Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt

Umsagnarmál lagt fram.

Fylgiskjöl:

Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu

10. Fitjabraut 3 - lóðarstækkun (2023060233)

Margrét Þórarinsdóttir (Umbót) lagði fram bókun á bæjarráðsfundi þann 29. júní 2023: „Umbót vil árétta að ávallt þarf að gæta jafnræðis, hlutlægni og tryggja að allir sitji við sama borð. Ljóst þykir að breytingar hafa átt sér stað á lóðarmörkum á einni lóð í andstöðu við vilja Reykjaneshafnar sem er lóðareigandi og án samráðs. Hver heimilaði þá breytingu? Umbót óskar eftir skriflegu svari. Ekki er annað séð en að þarna sé um sambærilegt mál að ræða og ætti því að fá sambærilega meðferð þegar fyrirtæki eru að óska eftir lóðabreytingum.“

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi svaraði bókuninni í skriflegu svari 29. ágúst 2023:

„Varðandi breytinguna á Fitjabraut 5-7 þá heimilaði umhverfis- og skipulagsráð þá breytingu sem var staðfest af bæjarstjórn í samræmi við skipulagslög. Hafnarstjórn samþykkti að gengið væri frá lóðarleigusamningi um þá lóð en hafði fulla heimild til þess að krefjast endurskoðunar á ákvörðun bæjarstjórnar, sem hún gerði ekki. Andstaðan er því ekki meiri en það. Varðandi Fitjabraut 3 og lóðarstækkun, þá var því erindi frestað á meðan Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða er með svæðið í vinnslu. Enginn rökstuðningur fylgdi umsókn um lóðarstækkun Fitjabrautar 3, vísað var til áhuga mögulegra leigjenda en engin lýsing á rýmisþörf eða áætlun um uppbyggingu fylgdu umsókn. Með umsókn um lóðarstækkun Fitjabrautar 5-7 fylgdu áætlanir um uppbyggingu á um 7000 m2 byggingu undir verslun og þjónustu ásamt því að losa um lóðina Víkurbraut 14 sem er um 8400 m2 lóð sem þróuð yrði undir íbúðir og verslun. Með umsókn um lóðarstækkun Fitjabrautar 3 fylgdu engin áform. Gagnólík erindi fengu því ólíka afgreiðslu.“

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2023