1434. fundur

14.09.2023 08:15

1434. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 14. september 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Mannauður Keilis - ályktun framkvæmdastjórnar (2023090398). Fjallað verður um málið í dagskrárlið 8.

1. Ásahverfi - áskorun frá íbúum (2021060374)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni og Gunnari Ellert Geirssyni að vinna áfram í málinu.

2. Gatnagerðargjöld – stærra atvinnuhúsnæði (2023070139)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Lagt fram minnisblað með tillögu um að hlutfall gatnagerðargjalda fyrir iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði, 10.000 m² og stærra verði 2%.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3. Þjónusta og þróun - tímabundin ráðning (2023090380)

Lögð fram beiðni um tímabundna ráðningu í notendaþjónustu kerfisstjórnar. Áætlaður kostnaður kr. 4.000.000.

Bæjarráð samþykkir 4-0 tímabundna ráðningu til áramóta, tekið af bókhaldslykli 21-011-9220, Guðbergur Reynisson Sjálfstæðisflokki situr hjá.

4. Langtímaáhættumat Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns (2023090361)

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Veðurstofu Íslands.

Fylgigögn:

Reykjanes opin skýrsla. Final VI 2023 003 Reykjanes 20230823

5. Samtök orkusveitarfélaga - aukaaðalfundur 19. september 2023 (2023090123)

Lagt fram fundarboð um aukaaðalfund Samtaka orkusveitarfélaga.

6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 15. ágúst 2023 (2023010355)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

Fundargerð nr. 549

7. Samgöngustefna Reykjanesbæjar (2023040373)

Sigurður Ingi Kristófersson ráðgjafi mætti á fundinn.

Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs falið að vinna áfram í málinu.

8. Mannauður Keilis - ályktun framkvæmdastjórnar (2023090398)

Lögð fram ályktun framkvæmdastjórnar Keilis um áhrif biðstöðu fýsileikakönnunar á mannauð Keilis.

Bæjarráð tekur heilshugar undir ályktun framkvæmdarstjórnar Keilis og ítrekar bókun sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 20. júní sl.:

„Yfirlýsing bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna mögulegrar sameiningar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis.
Ráðherra mennta- og barnamála hefur skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla sem meðal annars er að skoða hvort fýsilegt er að sameina Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keili. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að fjölbreytt námsval standi nemendum á Suðurnesjum til boða héðan í frá sem hingað til og að aðgerðir ríkisins megi ekki koma niður á framboði og gæðum náms. Bendir bæjarstjórn á mikilvægi þess að frekar verði að huga að því að á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf með meira námsframboði en nú er til staðar.
Leggur bæjarstjórn sérstaka áherslu á þetta þar sem menntunarstig á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu, þar sem svæðið er mikið vaxtarsvæði og ljóst er að mennta þarf starfsfólk á fjölbreyttum starfssviðum til að mæta þörfum vinnumarkaðarins á Suðurnesjum til framtíðar.“

Fylgigögn:

Ályktun framkvæmdastjórnar mannauður Keilis 120923

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. september 2023.