1435. fundur

21.09.2023 07:00

1435. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 21. september 2023, kl. 07:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stefnumörkun fyrir Nesvelli (2023070388)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu mættu á fundinn. Kynnt var þarfagreining vegna framleiðslueldhúss á Nesvöllum.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Endurskoðun á vinnureglum vetrarþjónustu - samráðsfundur (2023090500)

Vegagerðin óskar eftir þátttakendum á samráðsfundi í öllum landshlutum til að endurskoða vinnureglur vetrarþjónustu.

Bæjarráð vísar erindinu til Guðlaugs H. Sigurjónssonar sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Fylgigögn:

Samráðsfundir

3. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar (2023090496)

Lögð fram ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands.

Fylgigögn:

Bréf með ályktun Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

4. Uppbygging námsmannaíbúða (2023090499)

Lagt fram erindi frá Byggingafélagi námsmanna um ósk um lóðir og samstarf á uppbyggingu námsmannaíbúða.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Ósk um lóðir og samstarf um uppbyggingu námsmannaíbúða

5. Húsnæðismál - erindi til bæjarráðs (2023090505)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn. Lagt fram erindi um húsnæðismál.

Bæjarráð vísar erindinu til Heru Ó. Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 8. september 2023 (2023010560)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 932

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 13. september (2023010343)

Lögð fram til kynningar fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

793. fundur 13092023


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2023.