1436. fundur

28.09.2023 00:00

1436. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. september 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Guðný Birna Guðmundsdóttir sat fyrir hann.

1. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga (2023090620)

Lagt fram erindi frá Sveitarfélaginu Vogum þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur og Margréti A. Sanders að vera fulltrúar ásamt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra í samtali um valkostagreiningu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 15. júní 2023 (2023060287)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 15. júní 2023

3. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 12. september 2023 (2023010355)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 12. september 2023

4. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 14. september 2023 (2023010630)

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 14. september 2023

5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. september 2023 (2023010560)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi umsækjendur sem fengið hafa synjun um alþjóðlega vernd og tekur undir eftirfarandi bókun sambandsins:

„Stjórn sambandsins ítrekar þá afstöðu sem sambandið hefur talað fyrir undanfarnar vikur um að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd, skv. útlendingalögum.“

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. september 2023

6. Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 19. september 2023 (2023090123)

Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 19. september 2023

7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 25. september 2023 (2023010659)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 25. september 2023

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál

Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2023.