1437. fundur

05.10.2023 08:15

1437. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 5. október 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Guðný Birna Guðmundsdóttir sat fyrir hann.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Jól og áramót 2023 (2023060384). Fjallað um málið undir dagskrárlið 5.

1. Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga (2022110329)

Lagt fram erindi frá innviðaráðuneytinu.

Fylgigögn:

Til allra sveitarfélaga - Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

2. Ráðstefna almannavarna 17. október 2023 (2023100034)

Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu Almannavarna.

Fylgigögn:

Ráðstefna Almannavarna þriðjudaginn 17. október

3. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 13. september 2023 (2023010469)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.

Fylgigögn:

Fundargerð 75. stjórnarfundar 13. september 2023

4. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til breytingar á lögum.

b. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028, 182. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

5. Jól og áramót 2023 (2023060384)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn. Lagt fram erindi um viðauka á bókhaldslykil 05711 vegna Aðventugarðsins.

Bæjarráð samþykkir fjárheimild upp á kr. 9.500.000 fyrir rekstur Aðventugarðsins og verður fjárheimildin sett í viðauka við fjárhagsáætlun 2023.

Bæjarráð leggur til að kannað verði hvort hægt er að finna hagkvæmari leiðir við verkefnið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2023.