1439. fundur

19.10.2023 08:15

1439. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 19. október 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ með búsetu í öðrum sveitarfélögum (2023100331). Fjallað um málið undir dagskrárlið 10.

1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Sviðsstjórar mættu á fundinn. Kynning á fjárhagsrömmum sviðanna.

2. Innviðir fyrir orkuskipti (2020090208)

Lagt fram minnisblað um stöðu og helstu áskoranir á innviði sveitarfélagsins fyrir orkuskipti.

3. Breiðbraut 643 - kauptilboð (2023090507)

Lögð fram kauptilboð sem hafa borist vegna Breiðbrautar 643.

Bæjarráð samþykkir 4-0 að taka tilboði AGG Verktaka ehf. Margrét A. Sanders (D) situr hjá.

4. Stapabraut 2 - gatnagerðargjöld og lóðarleiga (2021050336)

Erindi barst frá Framkvæmdasýslu – Ríkiseignum vegna lóðar undir heilsugæslu. Samkvæmt 1. mgr. 32. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 skal kostnaður við byggingu og búnað heilsugæslustöðva greiðast úr ríkissjóði. Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. sömu laga láta sveitarfélög í té lóðir undir heilsugæslustöðvar ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda og lóðarleigu.

Bæjarráð fellst á erindið og ákveður, með vísan til 2. mgr. 32. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, að afhenda lóðina Stapabraut 2 án greiðslu lóðarleigu og gatnagerðargjalda. Áskilnaður er um innheimtu lóðarleigu ef notkun lóðarinnar verður síðar breytt. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn þar að lútandi.

Fylgigögn:

Beiðni v. Stapabrautar 2

5. Barnaþing 16.-17. nóvember 2023 (2023100212)

Lagt fram bréf frá umboðsmanni barna um Barnaþing sem verður í Hörpu í Reykjavík.

Fylgigögn:

Til sveitarfélaga vegna barnaþings

6. Kvennaverkfall 24. október 2023 (2023100244)

Lagt fram bréf frá aðstandendum Kvennaverkfallsins 2023.

Fylgigögn:

Kvennaverkfall bréf til fyrirtækja og stofnana 9.10.23

7. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu – Kodiak ehf. Faxagrund 20 (2023100206)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um geymslustað ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11. október (2023010343)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

794. fundur sjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11102023

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028, 315. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

10. Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ með búsetu í öðrum sveitarfélögum (2023100331)

Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.