1445. fundur

30.11.2023 08:15

1445. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 30. nóvember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Umræður um fjárhagsáætlun 2024-2027.

2. Tjarnargata 12 – breytingar á húsnæði (2019050839)

Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sátu fundinn undir þessum málslið.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. óskar eftir frekari upplýsingum, málinu frestað.

3. Bjarg íbúðafélag - stofnframlag (2022020120)

Lagt fram erindi þar sem endurreiknað hefur verið stofnframlag Reykjanesbæjar vegna byggingar Bjargs íbúðafélags á 30 íbúðum við Trölladal í Reykjanesbæ. Endurreiknað stofnframlag Reykjanesbæjar er kr. 180.290.124.

Bæjarráð samþykkir erindið 5-0 og vísar því til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.

Fylgigögn:

Bjarg íbúðafélag - 30 íbúðir í Trölladal

4. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga (2023090620)

Lögð fram bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá 22. nóvember 2023.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 28. september 2023 var Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, Margréti A. Sanders og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vera fulltrúar Reykjanesbæjar í samtali um valkostagreiningu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð staðfestir tilnefninguna frá 28. september 2023.

5. Skattlagning á vindorkuver (2023020629)

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Samtökum orkusveitarfélaga.

6. Viðbragðs- og rýmingaráætlun Reykjanesbæjar vegna jarðskjálfta og eldgosa (2023110336)

Lögð fram viðbragðs- og rýmingaráætlun vegna jarðskjálfta og eldgosa fyrir Reykjanesbæ.

Bæjarráð samþykkir framlagða viðbragðs- og rýmingaráætlun.

7. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 16. nóvember 2023 (2023080175)

Tvö mál úr fundargerðinni voru tekin til sérstakrar samþykktar:

Þriðja mál, 88 húsið - áætlaðar framkvæmdir (2023110249). Heildarkostnaðaráætlun kr. 38.700.000 samþykkt 5-0. Bæjarráð vísar kr. 26.000.000 í viðauka við fjárhagsáætlun 2023 og kr. 12.700.000 í fjárhagsáætlunargerð 2024.
Sjötta mál, Leikskólinn Völlur - staða og tillögur (2023110251). Bæjarráð samþykkir 5-0 að unnið sé áfram í verkefninu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

Fylgigögn:

Fundargerð 4. fundar stjórnar Eignasjóðs 16. nóvember 2023

8. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. nóvember 2023 (2023010355)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

Stjórnarfundur nr. 552 - Fundargerð

9. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 5. september og 22. nóvember 2023 (2023020242)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 66
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 67

10. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)

a. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, 497. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
b. Tillaga til þingsályktunar um flutning Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar, 69. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
c. Tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 509. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
d. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 73. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
e. Tillaga til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra, 402. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2023.