1446. fundur

07.12.2023 08:15

1446. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 7. desember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Íþróttahúsið Sunnubraut - leikklukkur og auglýsingaskjáborð (2023120095). Fjallað um málið undir dagskrárlið 9.

1. Tjarnargata 12 – breytingar á húsnæði (2019050839)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn.

Lögð fram áfangaskipting og kostnaðaráætlun vegna endurbóta á Tjarnargötu 12. Óskað er eftir heimild til að hefja breytingar á starfssvæði umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipta út stofnlögn neysluvatns vegna leka. Áætlaður kostnaður er kr. 59.675.000.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. heimilar að framkvæmdir hefjist við áfanga 1 og samþykkir framlagða kostnaðaráætlun.

2. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mættu á fundinn.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2024 til og með 2027 og gjaldskrá fyrir árið 2024.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagða gjaldskrá Reykjanesbæjar fyrir árið 2024.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2024-2027 til seinni umræðu í bæjarstjórn 12. desember 2023.

3. Umsókn um rekstrarstyrk – Samtök um kvennaathvarf (2023120037)

Lögð fram umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024.

Bæjarráð samþykkir styrk kr. 400.000, tekið af bókhaldslykli 21-011-9220.

Fylgigögn:

Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024

4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – N50 ehf., Njarðvíkurbraut 50 (2023090508)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II - C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

5. Umsögn vegna leiðréttingar á rekstrarleyfi - Hótel Duus ehf., Duusgata 10 (2023100402)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leiðréttingu á leyfisbréfi til að reka veitingastað í flokki III. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

6. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks

Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir athugasemdum frá Helga Arnarsyni sviðsstjóra menntasviðs og Heru Ó. Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs.

7. Samningar við leigufyrirtæki með rafhlaupahjól - mótmæli (2023120050)

Lagt fram bréf frá Landssamtökum hjólreiðamanna.

Fylgigögn:

Rafhlaupahjól - mótmæli - Reykjanesbær

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. nóvember 2023 (2023010560)

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 938

9. Íþróttahúsið Sunnubraut - leikklukkur og auglýsingaskjáborð (2023120095)

Lögð fram beiðni um fjármagn til endurnýjunar á leikklukkum og nýkaupa á led auglýsingaskjáborðum fyrir íþróttahúsið við Sunnubraut kr. 37.200.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárfestingaáætlun 2023.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 12. desember 2023.