1447. fundur

14.12.2023 08:15

1447. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 14. desember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Harpa Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Harpa Sævarsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að tekið yrði á dagskrá Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ með búsetu í öðrum sveitarfélögum (2023100331). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 5.

1. Street ehf. - ökutækjaleiga/geymslustaður ökutækja Iðavöllum 10a - beiðni um umsögn (2023120108)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

2. Explorer car rental ehf. - ökutækjaleiga/geymslustaður ökutækja Pósthússtræti 5 - beiðni um umsögn (2023120117)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsóknina með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

3. Tækifærisleyfi – Körfuknattleiksdeild UMFN (2023120179)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 5. desember 2023 (2023010560)

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 939

5. Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ með búsetu í öðrum sveitarfélögum (2023100331)

Bæjarráð samþykkir að fela Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Hafþóri B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða um kostnaðarskiptingu vegna þátttöku ungmenna í íþróttum og tómstundum frá öðrum sveitarfélögum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.