1448. fundur

21.12.2023 08:15

1448. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 21. desember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.

1. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar (2022080148)

Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun 2023.

Bæjarráð samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun 2023 og breytingar á fjárheimildum á grundvelli hennar.

2. Gatnagerðargjöld fyrir gróðurhús og matvælaframleiðslu (2023110346)

Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs mætti á fundinn.

Lögð fram tillaga að útreikningi gatnagerðargjalds í tengslum við uppbyggingu gróðurhúsa í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að ganga frá samningi þar um.

Bæjarráð felur Halldóri Karli Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að leiða vinnu við endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjald vegna uppbyggingar á gróðurhúsum og öðrum tengdum byggingum utan byggðarkjarna, meðal annars með ofangreindar tillögur í huga.

3. Reglur um verklag við vernd uppljóstrara (2023120280)

Lögð fram drög að reglum um verklag við vernd starfsmanna er ljóstra upp um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög.

4. Heimsókn frá Evrópuráðinu (2023120261)

Erindi frá Evrópuráðinu um heimsókn 25. janúar 2024.

5. Tillögur starfshóps um vindorku - fréttatilkynning frá Samtökum orkusveitarfélaga (2023020629)

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Samtökum orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fréttatilkynning frá Samtökum orkusveitarfélaga 13.12.2023

6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 13. desember 2023 (2023010343)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni að vinna áfram í málefnum Keilis og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fylgigögn:

796. fundur 13122023

7. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 30. nóvember og 14. desember 2023 (2023010469)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Brunavarna Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð 77. stjórnarfundar 30. nóvember 2023
Fundargerð 78. stjórnarfundar 14. desember 2023

8. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurnesja 16. nóvember og 7. desember 2023 (2023010659)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

306. fundur HES 16.11.2023
307. fundur HES 07.12.2023

9. Fundargerðir stýrihóps um barnvænt sveitarfélag (2020021548)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stýrihóps um barnvænt sveitarfélag.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.