- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir settur formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að Guðný Birna Guðmundsdóttir sitji sem formaður þennan fund í fjarveru varaformanns. Næsti bæjarstjórnarfundur verður 9. janúar þar sem kosinn verður nýr aðalmaður í bæjarráð í stað Friðjóns Einarssonar sem lét af störfum um áramótin.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita ráðningarbréf endurskoðenda ársreikninga Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála við ríkið varðandi kaup á landi í eigu ríkissjóðs innan Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir að viðræðum verði haldið áfram.
Lagt fram erindi frá Xianyang í Kína, vinabæ Reykjanesbæjar, sem ráðgera heimsókn til sveitarfélagsins í vor.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
Bæjarráð samþykkir sérstaklega mál 9 frá fundargerðinni 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 5. fundar stjórnar Eignasjóðs 21. desember 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 940
Málinu frestað. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II - A. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.