1451. fundur

18.01.2024 08:15

1451. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 18. janúar 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.

1. Sorphirðumál (2023010471)

Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála.

Bæjarráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að betra fyrirkomulagi á grenndarstöðvum og að möguleikinn á að bæta við aukalosun í kringum jólin þegar meira sorp fellur til hjá íbúum verði skoðaður. Einnig að upplýsingaflæði til bæjarbúa verði bætt frá því sem nú er.

2. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023-2027 (2022080621)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn.

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023-2027.

Bæjarráð vísar drögunum til nefnda og ráða til umsagnar áður en hún verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar - endurskoðun (2023100145)

Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn. Kynnt voru drög að húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar.

4. Bílastæðasjóður (2022100414)

Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

Lögð fram drög að samþykkt um Bílastæðasjóð Reykjanesbæjar.

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og felur Gunnari Kristni Ottóssyni skipulagsfulltrúa og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð leggur áherslu á að kynna samþykkt um Bílastæðasjóð Reykjanesbæjar hagaðilum á umsagnartíma.

5. Fundargerð byggingarnefndar nýs hjúkrunarheimilis 15. janúar 2024 (2019050812)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar nýs hjúkrunarheimilis.

Lögð fram minnisblöð frá Hrafnistu um öryggismyndavélakerfi, sjúkrakallskerfi og þráðlaust net nýja hjúkrunarheimilisins.

6. Húsnæði Keilis - Grænásbraut 910 (2023030333)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram greinargerð og ástandsskýrsla um ástand húsnæðis Keilis.

7. Verkmenntaaðstaða í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2024010257)

Lagt fram minnisblað frá Framkvæmdasýslu – Ríkiseignum varðandi starfsnámsskóla.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að mikilvægt sé að vinna greiningarvinnu betur en fram kemur í minnisblaði.

8. Förgun eða endurnýting á menguðum jarðvegi (2024010273)

Tekin fyrir bókun frá 308. fundi HES um förgun og endurnýtingu á menguðum jarðvegi.

Bæjarráð hefur móttekið erindið.

9. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. mars 2024 (2024010255)

Lögð fram boðun á 39. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Boðun XXXIX. landsþings sambandsins

10. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 7. desember 2023 (2023010355)

Lögð fram til kynningar fundargerð Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

553. fundargerð 7. desember 2023

11. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 9. janúar 2024 (2024010179)

Lögð fram til kynningar fundargerð Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

554. fundargerð 9.janúar 2024

12. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 10. janúar 2024 (2024010176)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

HES-308. fundur 10.01.2024

13. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. janúar 2023 (2024010205)

Lögð fram til kynningar fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

797. fundur 10.01.2024

14. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Ísflix ehf., Hafnargötu 30 (2023070026)

Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála mætti á fundinn.

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki III - B. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

15. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Ylma ehf., Hafnargötu 31 (2023110153)

Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála mætti á fundinn.

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

16. Konvin Car Rental ehf. - ökutækjaleiga/geymslustaður ökutækja Keilisbraut 762 - beiðni um umsögn (2023120287)

Bæjarráð felur Sveini Björnssyni byggingarfulltrúa að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. janúar 2024.