- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og fór yfir verkferil frá öðru sveitarfélagi sem hefur innleitt hagsmunamat barnvæns sveitarfélags inn í ákvörðunartöku innan stjórnsýslu sinnar.
Bæjarráð felur Aðalheiði Júlírós Óskarsdóttur að útbúa verklag sem tekið verði til reynslu í umhverfis- og skipulagsráði og menntaráði út árið. Margrét A. Sanders situr hjá og telur að með setu fulltrúa ungmennaráðs í nefndum sé verið að uppfylla skilyrði um rödd ungmenna í ákvörðunum sveitarfélagsins.
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti á fundinn.
Lagt fram álit frá reikningsskila- og upplýsinganefnd um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga
Lögð fram beiðni um fjármagn kr. 150.000 vegna sérvinnslu frá Hagstofunni á kosningaþátttöku í fyrri kosningum í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir beiðnina, fjármagn tekið af bókhaldslykli 11-100.
Fylgigögn:
Sérvinnsla á kosningagögnum frá Hagstofunni - erindi til bæjarráðs
Lagt fram aðalfundarboð HS veitna hf.
Bæjarráð tilnefnir í stjórn Andra Frey Stefánsson, Friðjón Einarsson, Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur og Margréti Sanders.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Aðalfundur HS Veitna hf. 13. mars 2024 - fundarboð
Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.
Lögð fram drög að samþykkt um Bílastæðasjóð Reykjanesbæjar.
Formaður bæjarráðs óskar eftir umsögnum frá fulltrúum bæjarráðs.
Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem kynnt er dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024.
Fylgigögn:
Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 14. mars 2024 - fundarboð
Lagðar fram fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja til kynningar.
Fylgigögn:
42. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 11012024
43. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 22022024
Lagðar fram fundargerðir Brunavarna Suðurnesja til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 79. stjórnarfundar BS 25. janúar 2024
Fundargerð 80. stjórnarfundar BS 29. febrúar 2024
Lögð fram fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kynningar.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 944
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2024.