1466. fundur

08.05.2024 08:15

1466. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 8. maí 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að tekið yrði á dagskrá Gjald vegna byggingarréttar og innviða (2024010545). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 6.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi undir fimmta máli Bókasafn Reykjanesbæjar - flutningur í Hljómahöll (2022110463)

1. Gervigras í Reykjaneshöll (2024040397)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn. Lögð fram gögn vegna endurnýjunar á gervigrasi.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Endurbætur á skólalóðum grunnskóla (2023010276)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn.

3. Málefni kirkjugarða í Njarðvíkur- og Keflavíkursókn (2024050023)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um málefni kirkjugarðanna.

4. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis - umsögn Samtaka orkusveitarfélaga (2024010059)

Lagt fram til kynningar umsögn frá Samtökum orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um mál 899 og 900 á 154. löggjafarþingi

5. Bókasafn Reykjanesbæjar - flutningur í Hljómahöll (2022110463)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnastjóri vegna flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar og Sverrir Bergmann Magnússon bæjarfulltrúi mættu á fundinn.

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna á framvindu verkefnis stýrihópsins.

6. Gjald vegna byggingarréttar og innviða (2024010545)

Lögð fram drög að samþykkt um gjaldtöku innviðagjalds í Reykjanesbæ.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2024.