- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.
Lögð fram drög að samþykkt um gjaldtöku innviða- og byggingarréttargjalds í Reykjanesbæ.
Bæjarráð telur að ef fram heldur sem horfir, og íbúafjölgun í Reykjanesbæ verður jafn ör næsta áratuginn og þann síðasta, megi gera ráð fyrir að fjárfestingar í nýjum innviðum s.s. leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, menningarhúsum, margvíslegum úrræðum á vegum félagsþjónustunnar o.fl. muni nema 50-60 milljörðum til ársins 2035. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að rekstur sveitarfélagsins gangi smám saman betur mun veltufé frá rekstri úr grunnstarfsemi A-hluta bæjarsjóðs ekki duga til að standa straum af slíkum fjárfestingum. Þá mun frekari lántaka og skuldsetning heldur ekki vera æskileg.
Bæjarráð samþykkir drögin og vísar til fyrri umræðu í bæjarstjórn 21. maí 2024.
Málinu frestað.
Lagðar fram reglur um heiðursborgara Reykjanesbæjar.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur 5-0 og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að auglýsa eftir tilnefningum um heiðursborgara Reykjanesbæjar.
Lögð fram greinargerð frá HLH ráðgjöf sem framkvæmd var að ósk Jöfnunarsjóðs um aukinn kostnað grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara í Grindavík.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað ásamt greinargerð og ástandsmati á húsnæði Keilis auk leigutilboða.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki húsnæði Keilis á leigu samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum.
Lagt fram erindi frá körfuknattleiksdeild UMFN um fjárstuðning.
Bæjarráð samþykkir að veita körfuknattleiksdeild UMFN styrk upp á kr. 5.000.000 sem er sambærilegur styrkur og veittur var körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Styrkurinn er veittur vegna rekstrarvanda félagsins en bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun um að veita ekki styrk vegna forsendubrests vegna íþróttahússins við Stapaskóla.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-G. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja.
Fylgigögn:
Fundargerð 81. stjórnarfundar 18. mars 2024
Fundargerð 82. stjórnarfundar 4. apríl 2024
Fundargerð 83. stjórnarfundar 2. maí 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð Aðalfundar Kölku nr. 46
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. nr. 558
Lögð fram til kynningar fundargerð frá ársfundi Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
Fjölsmiðjan á Suðurnesjum - Ársfundur 2024 fundargerð
Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997 (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2024.