- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir staðgengill bæjarstjóra, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs og Anna Karen Sigurjónsdóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála mættu á fundinn.
Lögð fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjanesbæ. Felur það í sér úrsögn úr núgildandi samþykkt þar sem ný mun taka gildi í kjölfar staðfestingar bæjarstjórnar og ráðuneytis umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.
Bæjarráð samþykkir drögin og vísar samþykktinni í fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 4. júní.
Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti hvaða viðburðir verða í afmælisviku Reykjanesbæjar 10. til 17. júní.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með þá fjölbreyttu viðburði sem íbúum og gestum Reykjanesbæjar verður boðið upp á í afmælisviku sveitarfélagsins sem auglýst verður á næstu dögum.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
Fylgigögn:
Fundargerð 10. fundar stjórnar Eignasjóðs 16. maí 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 72
Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
46. Fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 14052024
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
801. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lagt fram aðalfundarboð Keilis. Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttir formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
Fylgigögn:
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnastjóri vegna flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar og Sverrir Bergmann Magnússon bæjarfulltrúi mættu á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Farið var yfir stöðuna á verkefninu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2024.