- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.
Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður sjálfbærniráðs kynnti málið.
Í framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um græna borg eru tekin fyrir atriði eins og aðlögun að loftslagsbreytingum, hvernig vinna má að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda o.s.frv.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur formanni sjálfbærniráðs að vinna frekar í málinu.
Sjálfbærniráð bókaði á fundi sínum 26. ágúst að þróa mælaborð sem gefur upplýsingar um mál sem varða umhverfi sveitarfélagsins s.s. úrgangsmál.
Bæjarráð skipar Valgerði Björk Pálsdóttur sem varamann í stjórn Reykjanes jarðvangs, GeoPark, í stað Þórdísar Ó. Helgadóttur sem látið hefur af störfum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri er aðalmaður í stjórn Reykjanes jarðvangs, GeoPark.
Lagt fram aðalfundarboð frá Samtökum orkusveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 74
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur.
Fylgigögn:
Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur 71 29082024
2024 08 29A Almannavarnanefnd Suðurnesja Loftgæðamál
Almannaverndarnefnd utan Grindavíkur-20240828
Bæjarráð móttekur tilkynningu um veikindaleyfi Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra.
Í fram lögðu erindi, dags. 10. september sl., kemur fram að samkvæmt læknisvottorði verði hann óvinnufær að hluta frá og með 15. september n.k. Samkvæmt læknisvottorði er óvíst hversu lengi hann verði óvinnufær en hann hefur óskað eftir því að fá að sinna veigaminni verkefnum í samráði við staðgengil sinn.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra muni
sinna starfi bæjarstjóra í fjarveru Kjartans Más.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að bæjarstjóri sinni ýmsum smærri verkefnum í veikindaleyfinu í samráði við staðgengil sinn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. september 2024.