- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Umræður um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025-2028.
Margrét A. Sanders vék af fundi undir þessum lið.
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn og kynnti kauptilboð í Grænásbraut 910.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Lögð fram drög að leigusamningi um tímabundinn afnotarétt af landsvæði.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur starfandi bæjarstjóra að undirrita leigusamninginn.
Lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 1.500.000.
Bæjarráð þakkar Bláa hernum fyrir þeirra framlag í umhverfismálum á svæðinu en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk að svo stöddu.
Fylgigögn:
Verkefni Bláa hersins - styrktarumsókn
Vegna tímabundinnar ráðningar Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur í stöðu bæjarstjóra samþykkir bæjarráð að Guðný Birna Guðmundsdóttir verði formaður bæjarráðs og Bjarni Páll Tryggvason verði varaformaður bæjarráðs.
Lagt fram minnisblað um mögulega mengunarhættu frá eldsumbrotum á vatnsverndarsvæðum á Reykjanesskaganum.
Lagt fram til kynningar bréf frá Skógræktarfélagi Íslands.
Fylgigögn:
Bréf með ályktun Vörsluskylda búfjár
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Einar Snorrason umsjónarmaður fasteigna mættu á fundinn.
Farið yfir stöðu framkvæmda sem lokið er. Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs munu koma með nákvæmari fjárhagsáætlun vegna þeirra framkvæmda sem eftir eru.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.