1511. fundur

10.04.2025 08:15

1511. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 10. apríl 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Almenningssamgöngur (2019090564)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Birgir Örn Birgisson frá Consensa mættu á fundinn gegnum fjarfundabúnað.

Lögð fram opnunarskýrsla vegna útboðs á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ.

Bæjarráð felur Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa og Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

2. Samstarfsverkefni við Kölku (2021110335)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað.

Lagt fram minnisblað um samstarfsverkefni milli Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. og Reykjanesbæjar.

Bæjarráð felur Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa og Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

3. Fræðslustefna Reykjanesbæjar (2025030588)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir mannauðsstjóri mætti á fundinn.

Lögð fram drög að fræðslustefnu Reykjanesbæjar 2025-2028.

Bæjarráð vísar drögum að fræðslustefnu Reykjanesbæjar til umsagnar í nefndum og ráðum.

4. Siðareglur starfsfólks (2025040165)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir mannauðsstjóri mætti á fundinn.

Lögð fram drög að siðareglum starfsfólks Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir 5-0 fyrirliggjandi drög að siðareglum Reykjanesbæjar.

5. Forkaupsréttur - kvaðir á lóðarleigusamningum (2025030422)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir heimild til að útbúa yfirlýsingu til sýslumanns þess efnis að fallið verði frá forkaupsrétti til og með 1. janúar 2035 á þeim fasteignum sem Reykjanesbær ætlar ekki að nýta forkaupsréttinn á.

Bæjarráð samþykkir heimildina 5-0.

6. Ársreikningur 2024 (2025040164)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.

Lögð fram drög að ársreikningi Reykjanesbæjar 2024.

Bæjarráð vísar ársreikningi í endurskoðun og til fyrri umræðu í bæjarstjórn 15. apríl 2025.

7. Breiðbraut 645 - kauptilboð (2024100195)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn.

Lagt fram kauptilboð í Breiðbraut 645.

Bæjarráð hafnar framlögðu kauptilboði.

8. Almyrkvi 2026 - undirbúningur (2025040174)

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

Tilnefning styrihópur Almyrkvi 2026 SSS

9. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - nýjar samþykktir (2025040093)

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um nýjar samþykktri fyrir félagið sem samþykktar voru á aukafundi fulltrúaráðs 19. mars 2025.

Ein af meginbreytingunum sem samþykktar voru er að eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar eiga öll aðildarsveitarfélög EBÍ að kjósa í fulltrúaráðið í stað þess að í eldri samþykktum var gert ráð fyrir að einungis bæir og héraðsnefndir kysu í fulltrúaráðið. Þá mun atkvæðavægi á fulltrúaráðsfundum miðast við eignarhlut sveitarfélags í EBÍ. Sama regla gildir einnig um breytingar á samþykktum og um slit félagsins.

10. Fundargerð neyðarstjórnar 1. apríl 2025 (2025020264)

Lögð fram til kynningar fundargerð neyðarstjórnar.

Fylgigögn:

Fundargerð 92. fundar neyðarstjórnar 1. apríl 2025

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni), 268. mál.

Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.

Umsagnarmál lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:38. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.