1513. fundur

23.04.2025 08:15

1513. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 23. apríl 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá tvö mál. Fjárreiðunefnd Reykjanesbæjar (2025040024), fjallað verður um málið undir dagskrárlið 4 og Ársreikningur Reykjanesbæjar 2024 (2025040164), fjallað verður um málið undir dagskrárlið 5.

1. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025 (2025030033)

Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar og Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.

2. Almyrkvi 2026 - tilnefning fulltrúa (2025040174)

Að ósk sveitarfélaga á Suðurnesjum vinnur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum nú að undirbúningi vegna almyrkva sem mun eiga sér stað þann 12. ágúst 2026. Í því skyni verður stofnaður sameiginlegur stýrihópur sveitarfélaganna og er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni einn aðal- og einn varafulltrúa í stýrihópinn.

Bæjarráð tilnefnir Einar Snorrason öryggisfulltrúa sem aðalmann og Halldóru G. Jónsdóttur starfandi sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs sem varamann.

3. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 12. mars og 9. apríl 2025 (2025010435)

Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð 83. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

4. Fjárreiðunefnd Reykjanesbæjar (2025040024)

Umræður um fjárreiður Reykjanesbæjar.

5. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2024 (2025040164)

Umræður um ársreikning Reykjanesbæjar 2024.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. maí 2025.