1514. fundur

30.04.2025 08:15

1514. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 30. apríl 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.

1. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2024 (2025040164)

Jón H. Sigurðsson endurskoðandi frá PricewaterhouseCoopers, Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.

Kynnt voru drög að endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársreiknings Reykjanesbæjar fyrir árið 2024.

2. Almenningssamgöngur (2019090564)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað um niðurstöðu útboðs almenningssamganga 2025.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) samþykkja 4-0 að taka tilboði GTS sem var lægra, Margrét A. Sanders Sjálfstæðisflokki hafnar báðum tilboðunum.

3. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025 (2025030033)

Á fundi bæjarstjórnar 15. apríl sl. var drögum að húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025 vísað til bæjarráðs til frekari umræðu.

Lögð er fram viðbót við texta við húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025. Samþykkt 5-0.

Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025 vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 6. maí 2025.

4. Græn svæði í þéttbýli (2025040425)

Lögð fram ályktun frá aðalfundi Skógfræðingafélags Íslands.

Fylgigögn:

Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands 2025

5. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu – 4Wheeler ehf., Iðavellir 2 (2025040254)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

6. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Auto Bílaleiga ehf., Iðavellir 4a (2025040315)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

7. Orkufundur Samtaka orkusveitarfélaga 26. maí 2025 (2025040363)

Lagt fram fundarboð Samtaka orkusveitarfélaga.

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. apríl 2025 (2025020043)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 977

9. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 16. apríl 2025 (2025020453)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.

Fylgigögn:

92. fundur stjórnar BS

10. Breyting á skipan embætta (2024010091)

Bæjarráð samþykkir 5-0 að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir taki formlega við starfi bæjarstjóra meðan veikindaleyfi Kjartan Más Kjartanssonar bæjarstjóra varir til 1. júní 2025.

Vegna tímabundinnar ráðningar Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur í stöðu bæjarstjóra samþykkir bæjarráð 5-0 að Guðný Birna Guðmundsdóttir verði formaður bæjarráðs og Bjarni Páll Tryggvason verði varaformaður bæjarráðs til 1. júní 2025.

Þetta fyrirkomulag er í samræmi við bæjarmálasamþykkt Reykjanesbæjar og er eðlileg stjórnsýsla hvað varðar eðlilega dreifingu álags og verkefna bæjarstjórnar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir mun halda sínum atkvæðarétti í bæjarráði og bæjarstjórn en ekki vera einungis með málfrelsi og tillögurétt þar sem hún er kjörinn fulltrúi en Kjartan Már Kjartansson er ráðinn bæjarstjóri


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. maí 2025.