1515. fundur

08.05.2025 08:15

1515. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 8. maí 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Breiðbraut 645 - kauptilboð (2024100195)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn.

Lagt fram kauptilboð vegna Breiðbrautar 645, 262 Reykjanesbæ.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagt tilboð.

2. Aðalfundur Keilis 22. maí 2025 (2025050076)

Lagt fram aðalfundarboð Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs, Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur, að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. apríl 2025 (2025020043)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 978

4. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)

Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 270. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.

Umsagnarmál lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:47. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. maí 2025.