1516. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 15. maí 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Birgir Már Bragason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét A. Sanders.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Birgir Már Bragason sat fyrir hana.
1. Skjólið, frístundastarf fatlaðra barna (2025010187)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn.
Lagt fram erindi sem velferðarráð Reykjanesbæjar tók fyrir á fundi 8. maí sl.
Sviðsstjóri velferðarsviðs óskar eftir heimild til að nýta núverandi aðstöðu leikskólans Drekadals að Grænásbraut 910, fyrir starfsemi Skjólsins við flutning leikskólans Drekadals í nýtt húsnæði sumarið 2025.
Bæjarráð tekur vel í erindi velferðarráðs og tekur undir mikilvægi þess að aðstaða til framtíðar verði fundin fyrir Skjólið, eftirskóla úrræði fatlaðra barna. Þjónustan er lögbundin og gríðarlega mikilvæg.
Verkefnið snýr annars vegar að því að finna Skjólinu tímabundið húsnæði og hins vegar að opna stærri og víðtækari heildræna þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Þar hefur meðal annars verið horft til Faxabrautar 13, húsnæði Hlévangs, en húsið hýsir í dag hjúkrunarheimili. Búið er að ástandskoða húsið að utan en mat innanhúss er eftir. Fyrirhugað er að íbúar hússins flytjist á nýja hjúkrunarheimilið á Nesvöllum í lok árs 2025.
Vel er tekið í þá hugmynd að Skjólið flytjist í Keili þegar leikskólinn Drekadalur hefur farið frá Keili en auk þess hefur Fimleikadeild Keflavíkur þegar fengið úthlutað rými í Keili.
Málinu er vísað til Stjórnar Eignasjóðs til frekari skoðunar.
2. Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar (2024030272)
Aron Heiðar Steinsson veitustjóri mætti á fundinn. Lögð fram drög að fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar.
Bæjarráð vísar fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn 20. maí 2025.
3. Almenningssamgöngur - kæra vegna útboðs (2019090564)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.
Lagt fram erindi frá kærunefnd útboðsmála, mál nr. 17/2025.
4. Steinþór Jónsson - umsókn um tækifærisleyfi (2025050215)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50