1517. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 22. maí 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Almenningssamgöngur (2019090564)
Birgir Örn Birgisson frá Consensa og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Umræður um útboð vegna almenningssamgangna Reykjanesbæjar.
2. Lóð í Fuglavík (2025020490)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Tekið fyrir erindi frá Herlegheitum ehf. vegna gatnagerðagjalds Fuglavíkur 16.
Bæjarráð hafnar erindinu.
3. Tómstundastefna Reykjanesbæjar - drög (2023050566)
Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi mætti á fundinn.
Lögð fram drög að tómstundastefnu Reykjanesbæjar.
Bæjarráð vísar drögum um tómstundastefnu Reykjanesbæjar til umsagnar í nefndir og ráð.
4. Uppbygging við Víkingaheima - ósk um samstarf (2025050343)
Lagt fram erindi frá Funabergi fasteignafélagi ehf. um samstarf um uppbyggingu við Víkingaheima.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur starfandi bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Breyting á skipan fulltrúa í stjórn Brunavarna Suðurnesja bs. (2024010091)
Stjórn Brunavarna Suðurnesja: Helga Jóhanna Oddsdóttir fer út sem aðalmaður, verður varamaður. Birgitta Rún Birgisdóttir fer út sem varamaður, verður aðalmaður.
Samþykkt 5-0.
6. Tilnefning fulltrúa í stjórn Keilis (2024010091)
Margrét A. Sanders óskar eftir að fara út sem fulltrúi í stjórn Keilis. Bæjarráð samþykkir að tilnefna Valgerði Björk Pálsdóttur í stjórnina.
7. Aðalfundur Keilis - fulltrúi Reykjanesbæjar (2025050076)
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur starfandi bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
8. Veikindaleyfi bæjarstjóra (2024090277)
Bæjarráð móttekur tilkynningu um veikindaleyfi Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra. Samkvæmt læknisvottorði, dags. 12. maí 2025, kemur fram að hann verði óvinnufær með öllu til 31. ágúst nk. Bæjarráð samþykkir 5-0 að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri sinni starfi bæjarstjóra áfram í fjarveru Kjartans Más Kjartanssonar í samræmi við bæjarmálasamþykkt.
9. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 8. apríl 2025 (2025010370)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku nr. 568
10. Fundargerð aðalfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 10. apríl 2025 (2025050301)
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð aðalfundar Kölku nr. 47
11. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. maí 2025 (2025010161)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
812. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
12. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16. maí 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 979
13. Umsagnarmál í samráðsgátt (2025010342)
• Áform um endurskoðun sveitarstjórnarlaga
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
• Áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
14. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)
• Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.
15. Tjarnargata 12 - staða framkvæmda (2019050839)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn.
Lögð fram skýrsla um stöðu framkvæmda á Tjarnargötu 12.
16. Staða og fjármögnun verkefna eignaumsýslu (2024090522)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn.
Kynnt staða fjárfestinga- og viðhaldsverkefna.
17. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2025040024)
Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mætti á fundinn.
Farið yfir sjóðsstreymi Reykjanesbæjar fyrir árið 2025, áætlun og staða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. júní 2025.