1518. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 28. maí 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason varaformaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.
1. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd – uppsögn samnings (2024100122)
Hilma H. Sigurðardóttir teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis mætti á fundinn.
Lögð fram samantekt frá velferðarsviði Reykjanesbæjar um áhrif uppsagnar þjónustusamnings Vinnumálastofnunar við Reykjanesbæ vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
2. Stuðningur við afreksíþróttafólk (2025050480)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.
Lagt fram erindi frá Sundráði ÍRB, beiðni um stuðning við sundfólk sem hefur verið valið í landsliðsverkefni þetta árið.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur Hafþóri B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
3. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2025040024)
Umræður um fjárreiður Reykjanesbæjar.
4. Aðalfundur Hviðu fjárfestingarfélags 2. júní 2025 (2025050418)
Lagt fram aðalfundarboð Hviðu fjárfestingarfélags. Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur starfandi bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
5. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 22. maí 2025 (2025020453)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.
Fylgigögn:
93.-fundur-brunavarna-sudurnesja.pdf
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:11. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. júní 2025.