1520. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 12. júní 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hann.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.
1. Erindi frá Ríkislögreglustjóra (2025060149)
Ólafur Bergur Ólafsson forstöðumaður vinnuskólans og Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins mættu á fundinn.
Lagt fram erindi frá Ríkislögreglustjóra um hvatningu til sumarstarfa fyrir 16-17 ára ungmenni í sveitarfélögum.
Bæjarráð felur Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.
2. Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru (2025060150)
Lagt fram erindi frá stjórn Vina íslenskrar náttúru um leiðbeiningar um val á landi til skógræktar.
Fylgigögn:
Skipulag skógræktar Reykjanesbær
3. Farsæld barna á Suðurnesjum (2025060040)
Hjördís Eva Þórðardóttir verkefnastjóri farsældar barna á Suðurnesjum mætti á fundinn og kynnti samantekt á styrkleikum og áskorunum barna og ungmenna á Suðurnesjum.
Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga, Grindavíkurbæjar, framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Svæðisstöðvar íþróttahéraða á Suðurnesjum um Farsældarráð Suðurnesja, svæðisbundinn samstarfsvettvang í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð samþykkir 5-0 drög að samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundinn samráðsvettvang.
4. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 10. júní 2025 (2025010010)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Sigurður Garðarsson nefndarmaður í stjórn Eignasjóðs mættu á fundinn.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
Tekið fyrir til sérstakrar samþykktar mál 1, Fjárfestingarverkefni 2025. Samþykkt 4-0 að fara leið B í forgangsröðun verkefna, Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki situr hjá.
Fylgigögn:
Fundargerð 19. fundar stjórnar Eignasjóðs 10. júní 2025
5. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. maí 2025 (2025010370)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku 569
6. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur 28. maí 2025 (2025030040)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur.
Fylgigögn:
74. fundur Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur
7. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 28. maí 2025 (2025020420)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.
Fylgigögn:
56. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 28.05.2025
8. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 28. maí 2025 (2025060096)
Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja.
Fylgigögn:
Fundargerð 13. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 2025
9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 4. júní 2025 (2025010161)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
813. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
10. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 5. júní 2025 (2025020059)
Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
318. fundur heilbrigðisnefndar Suðurnesja 5. júní 2025
11. Umsagnarmál í samráðsgátt (2025010342)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 9. maí 2025 ásamt umsögn um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) – mál nr. 89/2025.
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Bæjarráð tekur undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 84
Umsögn um skattlagningu orkumannvirkja samradsgátt
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til samþykktar bæjarstjórnar 16. júní 2025.