- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gunnar Felix Rúnarsson og Margrét A. Sanders.
Að auki sátu fundinn Helga María Finnbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs til samþykktar. Eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 11. júlí tekin fyrir til sérstakrar samþykktar.
Þriðja mál fundargerðarinnar, Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum (2024080039). Bæjarráð vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn 19. ágúst 2025.
Fjórða mál fundargerðarinnar, Samþykkt um götu- og torgsölu (2024090334) samþykkt 5-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar, Vitabraut 7 – deiliskipulagsbreyting (2025070054) samþykkt 5-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar, Hreinsistöð í Höfnum (2025070018) samþykkt 5-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar, Tjarnabraut 40 - stækkun á byggingarreit (2025070045) samþykkt 5-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar, Njarðvíkurbraut 31 (2024120066) samþykkt 5-0 án umræðu.
Sextánda mál fundargerðarinnar, Sunnubraut 36 (2025060360) samþykkt 5-0 án umræðu.
Átjánda mál fundargerðarinnar, Baugholt 3 - bílastæði (2025070022) samþykkt 5-0 án umræðu.
Nítjánda mál fundargerðarinnar, Baugholt 15 - bílastæði (2025070036) samþykkt 5-0 án umræðu.
Tekið fyrir mál 28, Umsókn um lóð – Grænásbraut 2 (2025070120). Bæjarráð samþykkir 5-0 að málið verði unnið frekar í samræmi við umræður á fundinum. Málinu vísað til Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur starfandi bæjarstjóra.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 367. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 11. júlí 2025
Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi mætti á fundinn.
Bæjarráð fagnar góðri vinnu við tómstundastefnu Reykjanesbæjar og vísar henni í fyrri umræðu í bæjarstjórn 19. ágúst 2025.
Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála og Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjustjóri mættu á fundinn og kynntu erindi frá Frímúrarastúkunni Sindra.
Lögð fram drög að samkomulagi milli Frímúrarareglunnar Sindra og Reykjanesbæjar vegna skrúðgarðsins í Njarðvík.
Bæjarráð fagnar erindinu og felur Margréti Lilju Margeirsdóttur deildarstjóra umhverfismála og Berglindi Ásgeirsdóttur garðyrkjustjóra að vinna áfram í málinu.
Tekin fyrir beiðni um fjárhagslegan stuðning til að halda grjóthleðslunámskeið, að Reykjanesbær greiði laun fornleifafræðings og grjóthleðslukennara og fjármagni leigu á tækjabúnaði.
Bæjarráð fagnar framtakinu en hafnar verkefninu þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Andri Örn Víðisson deildarstjóri upplýsingatæknideildar mætti á fundinn og upplýsti bæjarráð um stöðu netmála hjá sveitarfélaginu.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:23.