1524. fundur

24.07.2025 08:15

1524. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 24. júlí 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Birgir Már Bragason áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Birgir Már Bragason sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkti 5-0 að tekið yrði á dagskrá Búningsklefar fyrir knattspyrnufélag Njarðvíkur (2025030094). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 7.

1. Brekadalur 11 - úrskurður (2024110371)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2025.

2. Almenningssamgöngur - breytingar á gjaldtöku (2019090564)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lagt fram erindi um breytingar á gjaldtöku í almenningsvögnum Reykjanesbæjar sem taka eigi gildi um áramótin 2025-2026.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2026. Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Almenningssamgöngur

3. Skrúðgarðurinn í Njarðvík - Sindragarður (2021080179)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Guðbergur Reynisson vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Frímúrarastúkunnar Sindra vegna skrúðgarðsins í Njarðvík.

Bæjarráð samþykkir drögin 4-0 og felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur starfandi bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.

Fylgigögn:

Sindrareitur

4. Svæði fyrir garðaúrgang (2025070132)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað um nýtt losunarsvæði garðaúrgangs sem yrði við starfsstöð Kölku. Núverandi losunarsvæði við gatnamót Fitjabrautar og Fitjabakka er víkjandi.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Svæði fyrir garðaúrgang

5. Umsókn um lóð - Grænásbraut 2 (2025070120)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing frá 10 janúar 2023 um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja í Reykjanesbæ 2022 til 2026.

Bæjarráð samþykkir 5-0 mál nr. 28 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11. júlí 2025, Umsókn um lóð - Grænásbraut 2 (2025070120) f.h. Brynju leigufélags.

6. Fundargerðir neyðarstjórnar 16. og 17. júlí 2025 (2025020264)

Fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 93. fundar neyðarstjórnar 16. júlí 2025
Fundargerð 94. fundar neyðarstjórnar 17. júlí 2025

7. Búningsklefar fyrir knattspyrnudeild Njarðvíkur (2025030094)

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna búningsklefa fyrir knattspyrnufélag Njarðvíkur.

Bæjarráð felur Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:57.