- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.
Að auki sátu fundinn Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað vegna erindis Funabergs fasteignafélags ehf. varðandi samstarf um uppbyggingu við Víkingaheima.
Margrét Þórarinsdóttir (U) lagði fram eftirfarandi bókun:
„Umbót er mótfallin því að málinu verði vísað til umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem slíkt tryggir ekki að réttu og faglegu ferli verði fylgt. Um er að ræða ráðstöfun á einu verðmætasta byggingarsvæði sveitarfélagsins, sem ekki er skipulagt fyrir íbúabyggð í aðalskipulagi.
Slík breyting kallar á opið, gagnsætt ferli en ekki innanhússúrvinnslu þar sem hætta er á hagsmunaárekstrum og misvægi. Það að ráðstafa svæði sem þessu, án útboðs og án fulls trausts stjórnsýsluferils, er með öllu óásættanlegt.
Umbót telur brýnt að málið verði stöðvað í núverandi mynd og að farið verði af stað með opið útboðsferli, sem tryggir jafnræði, gagnsæi og faglega meðferð í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna eins verktaka.
Umbót mun ekki styðja neina tillögu um áframhald málsins nema slíkt ferli verði tryggt.“
Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.
Margrét A. Sanders (D) lagði fram eftirfarandi bókun:
„Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir með Umbót um mikilvægi opins ferils varðandi uppbyggingu landsvæðis tengt Víkingaheimum sem nú er skilgreint sem opið svæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hann samþykkir eingöngu að vísa til umhverfis- og skipulagssviðs (USK) þeim lið er snýr að aðalskipulagi, þ.e. hvort byggja eigi upp íbúðir á þessu opna svæði en ekki hver kemur að uppbyggingu eða hvernig verði staðið að uppbyggingu svæðisins. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að USK horfi á Fitjarnar í heild sinni sem er ein af útivistarperlum Reykjanesbæjar.“
Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki.
Bæjarráð vísar skipulagshluta málsins til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Samþykkt 4-0.
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mættu á fundinn.
Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs gerði grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og leggur áherslu á mikilvægi þess að búningsklefarnir verði komnir upp fyrir næsta sumar, í takt við áætlun knattspyrnudeildarinnar.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-D. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-G. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með vísan til 3. gr. laga nr. 85/2007 með síðari breytingum.
Bjarni Páll Tryggvason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með vísan til 3. gr. laga nr. 85/2007 með síðari breytingum.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-B. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Lögð fram viðbótargögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Bæjarráð Reykjanesbæjar vill koma á framfæri mikilvægi þess að allar upplýsingar um viðburði í sveitarfélaginu sem þarfnast tækifærisleyfa, komi fram í upphaflegum erindum til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið áskilur sér almennan rétt til að draga til baka samþykki, komi fram miklar breytingar sem ríma ekki við upphaflegt erindi.
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.
Lögð fram bókun minnihluta bæjarráðs:
„Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót óska eftir að fá heildaruppgjör miðað við áætlanir vegna eftirfarandi verkefna:
- Stapaskóli - nýbygging
- Íþróttahús og sundlaug Stapaskóla
- Asparlaut leikskóli
- Drekadalur leikskóli
- Endurbætur Holtaskóla
- Endurbætur Myllubakkaskóla
- Bókasafn – nýtt verkefni í Hljómahöll
Mikilvægt er að allur kostnaður við ofangreind verkefni verði tekinn með.“
Margrét Sanders Sjálfstæðisflokki og Margrét Þórarinsdóttir Umbót.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:20.