1526. fundur

14.08.2025 08:15

1526. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 14. ágúst 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Að auki sátu fundinn Valgerður Björk Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2026-2029 - tekjuáætlun (2025060320)

Minnisblað um áætlaðar skatttekjur ársins 2026 lagt fram.

Bæjarráð mun vinna nánar með tillögur og upplýsingar um skatttekjur í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir árið 2026.

2. Viðskiptaskilmálar Reykjanesbæjar (2025040024)

Drög að viðskiptaskilmálum Reykjanesbæjar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðskiptaskilmála Reykjanesbæjar og felur fjármálastjóra Reykjanesbæjar að vinna áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.

3. Breiðbraut 645 (2024100195)

Erindi frá sviðsstjóra menntasviðs og skólastjóra Háaleitisskóla lagt fram. Lagt er til að sölu á húsnæði Háaleitisskóla að Breiðbraut 645, sem áður var nýtt fyrir frístundaheimili skólans, verði frestað og húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi Friðheima þar sem leigu á núverandi húsnæði hefur verið sagt upp.

Bæjarráð samþykkir að fresta sölu á Breiðbraut 645 að sinni og leigja húsnæðið til Vinnumálastofnunar fyrir starfsemi Friðheima.

4. Félag heyrnarlausra - ósk um styrk (2025080106)

Félag heyrnarlausra leitar stuðnings og samstarfs varðandi Norræna menningarhátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Selfossi árið 2026. Annars vegar er leitað eftir nokkrum stuðningsaðilum með styrk að upphæð 1,5 milljónir króna og hins vegar smærri upphæðir í formi kaupa á lógóum.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

Fylgigögn:

Kynningarbréf vegna Norrænnar menningarhátíðar heyrnarlausra 2026

5. Brons 230 ehf. - umsókn um tækifærisleyfi (2025080056)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til samþykktar bæjarstjórnar 19. ágúst 2025.